www.mathieucopeland.net

" Exhibitions' Ruins / Emotional Landscapes" - "Tilfinningalandslag (rotnandi syning)"

« Exhibitions’ Ruins / Emotional Landscapes »
« Tilfinningalandslag (rotnandi sýning) »

With / Sýningin er unnin á grunni verka frá eftirfarandi listamönnum
Birgir Andrésson, Stefan Brüggemann, Nicolas Garait, Loris Gréaud, Elin Hansdottir, M/M (Paris) & Gabriela Fridriksdottir, Gustav Metzger, Jeremy Millar, Francois Morellet, Olivier Mosset, & Claude Rutault.

An exhibition by / Sýningarstjóri Mathieu Copeland.

At the SAFN Collection / Í Safni; samtímalistasafni, Reykjavik, 17/03/2007 – 12/05/2007
Opening reception, Saturday the 17th of March, 18.00 - 20.00 / Opnun: Laugardaginn 17. mars kl: 18:00 – 20:00

 

ok« A birds eye view of the bank of England », drawing by Joseph Michael Gandy, 1830, Courtesy of the Sir John Soane’s Museum

Tilfinningalandslag (Rotnandi Sýning)

nokkrir punktar

Tilfinningalandslag (Rotnandi Sýning) (e. Exhibitions’ ruins/Emotional Landscapes) er sýning sem vitnar um og fær okkur til að hugsa um eðli sýninga, eða öllu heldur, eðli rotnunar; einskonar mannætusýning, sem er ekki aðeins byggð á bútum frá fyrri sýningum heldur nærist á  verkum þeirra og umfjöllunarefni.

Líkt og margir sjálfstæðir hlutir, sem skýrast af sögulegu samhengi sínu, þá eru listaverkin á sýningunni fulltrúar liðinna stunda fyrri sýninga og bera í sér anda þeirra. Séu þessi verk sett saman, þá mynda þau sýningu, sem öðlast sinn eigin, sérstaka anda.

Ólíkt því þegar við tölum um anda einhvers, í merkingunni draugur eða skuggi þess sem var, þá notast þessi sýning við skel þess sem var; sýnilegan hluta þess, leifar rotnandi líks…

Þetta landslag tilfinninganna, þessi listaverk, vísa á einhvern hátt til ímyndaðs(eða eyðilegs) landslags. Þetta umhverfi er tilfinningalega hlaðið og vísar til sköpunar á óhlutbundnu umhverfi, landslagi, sem afhjúpar sig um leið og það er borið á borð fyrir okkur.

Sýningin hlutgerir löngunina til að sameinast aftur náttúrunni, líkt og þróun lífs fyrirskipar, að því gefnu að allt haldi áfram að þróast. Sýningin kallar sjálfa sig fram, innihaldsefni hennar eru sjálfbær, upprunnin í samsuðu annarra frumefna. Sýningin fjallar um aðra sögu en þá sem sést og endurspeglar ekki skoðun höfundarins; sýningastjórans. Ferlið skapar sig sjálft jafnmikið og það er skapað. Afurð þess er svo ný sköpun; umhverfi sem skapar óhlutbundinn og nautnafullan heim, tilfinningalandslag. 

 

Gallery Text

Á sýningunni Tilfinningalandslag (Rotnandi Sýning) (e. Exhibitions’ ruins/Emotional Landscapes), verður verk eftir þýska listamanninn Stefan Brüggemann; OFF (A 1969 DAN FLAVIN UNTITLED SCULPTURE TURNED OFF), framkvæmt með því að taka úr sambandi neonljósaverk í eigu Safns, eftir bandaríska listamanninn Dan Flavin. Þegar talað er um minningu um listaverk, þá býður þetta verk okkur upp á sorglega og tilfinningalega hlið á sýningunni; ljósaskúlptúr sem búið er að slökkva á.


Í einlitri ljósmyndaseríu ( “Not Yet Titled” 2006), og veggmálverki með ýmsum litum (The Weather Scales – Waves Height 24h), leggur listamaðurinn Nicolas Garait upp með enfalda liti, eins og þeir birtast okkur í daglegu borgarumhverfi (ljósmyndirnar eru litir án filmu eða myndefnis; röð hversdagslegra lita, sem tekin eru af litaprufu á síðu dagblaðs). Allar eru þær hluti af annarri sýningu eftir Nicolas Garait, endurunnar rústir sem verða nú hluti af þessari samsýningu í Safni.


Verkið “Cimaise – Sculpture en 5 éléments” frá árinu 1993 eftir Olivier Mosset er skúlptúr í fimm hlutum. Þetta er mínímalískt verk sem verður, með vísun í mögulega notkun og með titli sínum, einskonar líkamleg uppbygging sýningarinnar.


François Morellet sýnir tvö half verk; “69” og “En Levrette”, sem hafa, á sýningartímabilinu, sömu þýðingu, jafnvel sama gildi, og hinn helmingur þessara tveggja verka, sem varð eftir á vinnustofu listamannsins í Cholet í Frakklandi, Leyfar af verkum “sjálfstæð og dónaleg en mínímalísk á sama tíma, þar sem skipulag og ringulreið mætast” tekið frá sýningunni “Géométrie dans les spasmes” frá árinu 1986.


“Frequency of an Image” er hljóðverk, gert þegar listamaðurinn Loris Gréaud undirbjó sýningu sem nálgaðist og gerði hljóðupptöku af heilalínuriti sínu “abstrakt og hávaðasamt, nokkuð línulegt, breytingarnar nánast ómerkjanlegar, stanslaust í hugsunum mínum”.


Hljóðverk Jeremy Millar “Notes Towards Zugzwang (almost complete)” er tekið á nokkuð abstrakt hátt ú kvikmynd sem hann gerði fyrir nýlega einkasýningu hans. Um verkið segir listamaðurinn að það sem við heyrum taki fram því sem við sjáum og að á óskipulagðan máta hafi hann tekið allar tilvísanir og stutta kafla úr texta verksins og notað. Millar fjallar um ferð listamannsins Marcel Duchamp til Englands en textinn er lesinn af listamanninum Pierre Huyghe. Óskipulagið í textanum minnir okkur á vinnuaðferðir Duchamp (með tilvísun í safn af glósum frá undirbúningi Duchamps á vinnu við verkið Stóra Glerið (The Bride Stripped Bare by her Bachelors, Even). Þessi hljóðupptaka er spiluð í hátölurum sem gerðir eru af frönsku hönnuðunum M/M (París) og listamanninum Gabríelu Friðriksdóttur, sem voru upphaflega sýndir á sýnigu Gabríelu á Feneyjatvíæringinum, 2005 og í sömu sýningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 2006.


Elín Hansdóttir endurgerir hér innsetningu sína “Peripheral”, heldur áfram með sýningu, sem upphaflega var sett upp á gamalli póst- og símaafgreiðslu. Verk hennar lýsir alla sýninguna í Safni upp.


Verk Claude Rutault á sýningunni í Safni vísar til verks hans; “Définition Méthode 307”, sem hann gerði fyrir samsýningu í London. Hér eru rústir verksinsfrum-fullyrðing. Upphafspunkturinn af því sem er eru hinar frumlegu rústir. Augnablik í sýningu þar sem eitt verk er aðalefniviðurinn, í þessari sýningu er það málverk Birgis Andréssonar; (Colour Proofs #2) en Birgir hefur gefið málverk sitt til Rutault, sem hefur látið mála yfir það með sama lit og er á veggjum Safns. Ruteult hefur unnið slík verk um árabil, á grunni verka annarra listamanna frá ýmsum tímum. Þetta málverk verður þá að leyfum í leyfum annars verks, sem sýnt er innan um aðrar leyfar.


Verk Gustavs Metzger í sýningunni er textaverkið ”A spoken word retrospective” (Yfirlitssýning Orðræðunnar). Þannig er verkið kynnt, með rödd hans og orðum, frá byrjun og til dagsins í dag. Þetta gerir það að verkum að sýningin verður samansett úr liðnum bútum í huga þess sem hlustar, bútum , sem eru ekki lengur til (og voru ekki til nema í stutta stund) og eru samansafn af augnablikum, listaverkum og sögu. Verk, sem er aðeins til á meðan hlustandinn hlustar á það. Hægt væri að vitna í orð Gustavs Metzger; ”sjálfseyðingarlist lýkur með engu en hér byrjum við með ekkert”. Verkið ”A spoken word retrospective” (Yfirlitssýning Orðræðunnar) byrjar með allt, skapar ekkert meira, leggur aðeins til heildarinnar.